Á meðan ÍBV í Bestu deild karla tapaði 2:1 á útivelli gegn Fylki í dag náðu konurnar að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Þær mættu fyrstu deildarliði Grindavíkur á Hásteinsvelli og var staðan 1:1 að loknum venjulegum leiktíma. Ekkert var skorað í framlengingu. Það fór því í vítakeppni og þar skoraði ÍBV úr fimm spyrnum á meðan Grindavík skoraði úr þremur.
Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði mark ÍBV á 10. mínútu.
Eyjakonur fagna marki gegn Þrótti á Hásteinsvelli í vor.
Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst