Iðunn Seafood átti að fá sent til sín um helgina 30 kör af lifur sem þeir hafa enn ekki fegnið. Magnús Stefánsson sagði í samtali við Eyjafréttir að þetta væri mikið tjón fyrir þá,þar sem hann sér ekki fram á að fá þetta í bráð og lifrin sem var keypt fyrir 950.000kr verði ónýt. Vinna átti úr lifrinni sunnudag, mánudag og þriðjudag en engin vinnsla hefur verið. �?? �?etta er gríðalega slæmt og mikið tjón fyrir lítið fyrirtæki sem er að reyna koma undir sig fótunum í Vestmannaeyju. Við hefðum fengið um 55.000 dósir og selt þær á yfir tvær milljónir. �?annig tapið er mikið fyrir okkur.
Magnús segir grátlegt að missa Herjólf og fá skip í staðin sem ekki fer í �?orlákshöfn. �?? �?etta bara passar ekki. Hver er hugsunin á bakvið það að senda Herjólf í viðgerð og fá bát sem siglir ekki í �?orákshöfn. Er Eimskip að spara sér peninga á kostnað okkar? Eða eru þeir hræddir við að fá öflugri bát hingað sem gæti verið betri en Herjólfur?�?? sagði Magnús að lokum óhress með stöðu mála eins og flest allir aðrir Eyjamenn.