Það var öllu meira að gera hjá lögreglu í vikunni sem leið en á undanförnum tveimur vikum og ýmis mál sem komu upp. M.a. þurfti lögreglan að skakka leikinn á milli manna sem voru að takast á fyrir utan öldurhús bæjarins.
Tveir fengu að gista fangageymslu lögreglu um helgina, annar vegna ölvunar og óspekta en hinn vegna gruns um ölvun við akstur.