Telma Amado hefur framlengt samning sinn við ÍBV um eitt ár. Telma er 27 ára línumaður og er landsliðsmaður Portúgal. Eyjamenn og aðrir handboltaáhugamenn eru farnir að þekkja þessa stelpu vel enda er hún að fara að leika sitt fjórða tímabil á Íslandi. Telma lék 26 leiki í deildinni í vetur og skoraði 111 mörk. �?að er mikil gleði í herbúðum ÍBV að Telma hafi valið að vera áfram í Vestmannaeyjum þar sem hún er bæði góður leikmaður og liðsfélagi.