Skipstjóri dýpkunarskipsins Perlu hefur áhyggjur af því að sandur sem dælt er úr Landeyjahöfn berist aftur inn í höfnina. Hann segir hafstrauma á svæðinu flytja efnið vestur fyrir hafnarmynnið. Á laugardaginn voru tæplega tvö þúsund rúmmetrar af sandi fjarlægðir úr Landeyjahöfn. Það er um tíundi hluti þess sem talið er að þurfi að moka burt svo Herjólfur geti hafið siglingar þangað aftur. Um borð í dýpkunarskipinu Perlu hafa menn áhyggjur af því að hversu mikið hefur safnast saman við vestari hafnargarðinn.