Um 40 strákar fóru upp á Heimaklett fyrr í kvöld til að tendra ljós til minningar um Sigurlás �?orleifsson sem var bráðkvaddur þar í gær.
Í hópnum eru bæði núverandi og eldri nemendur Grunnskólans. Mynduðu þeir kross úr friðarkertum ásamt því að leggja friðarkertið víðsvegar um fjallið. Virkilega fallegt framtak hjá strákunum.