�?að þarf ekki annað en röddina, gítarinn og taktinn
7. ágúst, 2017
Eitt merkilegasta atriði í íslenskum skemmtanaiðnaði er brekkusöngurinn á þjóðhátíð sem hefur verið eitt mesta aðdráttarafl hátíðarinnar seinni árin. Hann varð til fyrir 40 árum, sama árið og þjóðhátíðin flutti í Dalinn 1977. Árni Johnsen á brekkusönginn eins og hægt er að eiga eitthvað jafn huglægt og brekkusöngur á �?jóhátíð getur orðið. Stoðirnar voru lengi vel þrjár, brennan á föstudeginum, flugeldasýningin á laugardagskvöldinu og svo brekkusöngurinn á sunnudagskvöldinu sem fengið hefur enn eina skrautfjöðurina sem blysin eru sem tendruð eru í lok brekkusöngs. Mörgum finnst söngurinn hápunktur þjóðhátíðar og vissulega er það einstök upplifun að vera hluti af 15.000 mann kór þar sem hver syngur með sínu nefi. Í tilefni þessara tímamóta var Árni Johnsen tekinn tali. Sjálfur stóð hann vaktina í rétt tæp 40 ár en nú hefur hann sett kyndilinn í hendur annarra. En Árni kveikti neistann sem enn logar svo skært á þjóðhátíð og er orðinn samnefnari fyrir fjöldasöng um allt land.
�??�?að er rétt að ég á brekkusönginn og nafnið líka,�?? segir Árni Johnsen þegar hann rifjar upp með blaðamanni hvernig brekkusöngurinn varð til fyrir 40 árum. �??�?að gerðist þannig að Stebbi pól sem í áratugi var þulur á þjóðhátíð féll frá. �?að var tveimur eða þremur vikum fyrir �?jóðhátíðina 1977. Viku fyrir �?jóðhátíð kemur Biggi Gauja til mín og spyr hvort ég sé tilbúinn að taka við af Stebba sem þulur í Dalnum. �?g hef alltaf verið frekar bóngóður og sagði auðvitað já. �?að fylgdi í kjölfarið að spá í ýmsa hluti og þá datt mér í hug að byggja upp brekkusönginn. �?g gerði þetta strax mjög skipulega og var með 100 laga prógramm. Allar tegundir tónlistar sem fólk kunni eða átti auðvelt með að læra. Erlend lög í algjörum undantekningum og þetta byggðist órtúlega hratt upp. Á þessum árum var sunnudagurinn algjör afgangsstærð og svona til að sópa og laga til í tjaldinu og Dalnum. �?að leið þó ekki á löngu fyrr en sunnudagurinn fór fram úr öllu því brekkusöngurinn virkaði svo vel.
�?að var skemmtilegt að sjá hvernig þessu var tekið og alltaf var eitthvað verið að útfæra en svo komst þetta í mjög fasta skorður. Strákarnir voru mættir með brettin og bílana, skelltu varðeldinum upp. �?að var fast lið sem sá um þetta, Gullbergskóngurinn, hann spilaði stórt hlutverk, Biggi Gauja, Jói í Laufási og lið með þeim. �?etta varð að ganga mjög smurt allt saman. Prinsippatriði hvenær átti að byrja og hætta alltaf um miðnætti.�??
�?jóðsöngurinn
Fljótlega tók Árni upp að flytja þjóðsönginn. �??Já, ég skellti honum inn í prógramið. �?að er skemmtilegt að Vestmannaeyingar kenndu Íslendingum að syngja þjóðsönginn. �?g pældi svolítið í þessu og það er þannig að þjóðsöngurinn hefur alla tíð verið sunginn í G-dúr. �?á sungu ekki þjóðsönginn aðrir en atvinnusöngvarar og kórar á meðan aðrir hlustuðu á. �?að þurfti vant söngfólk því menn réðu ekki við G-dúrinn. �?g valdi annan dúr, C-dúr og hann svínvirkaði. Allir geta sungið þjóðsönginn í C-dúr. Upp úr því var farið að syngja hann almennt og það er skemmtilegt að hafa átt svolítinn þátt í því að kenna landsmönnum að syngja þjóðsönginn. Hefði þetta ekki verið gert væri ekki verið að syngja þjóðsönginn á landsleikjum í dag eins og gert er með pompi og pragt.�??
Ekki voru þó allir sáttir. �??�?að kvörtuðu einhverjir eins og venjan er þegar ég geri eitthvað. Kvörtuðu til forsætisráðuneytisins, hvort ég væri ekki að eyðileggja þjóðsönginn? Eins og það skipti máli í hvaða dúr hann er sunginn. �?að er aðeins annar hljómur en lagið er það sama. �?eir í ráðuneytinu sögðu að þetta væri í lagi og kæmi vel út. �?annig að það datt niður og maður hélt áfram.�??
Uppáhaldslögin fleiri en eitt
Árni minnist þess þegar Eyjamenn léku úrslitaleik gegn Skagamönnum þar sem íslenski þjóðsöngurinn var sunginn. �??�?etta var úrslitaleikur í bikarnum á Laugardalsvellinum en það söng bara helmingurinn í stúkunni. �?að voru Eyjamennirnir. Hinir sungu ekki neitt. Svo lærðist hann og þessi hugmynd um nýjan þjóðsöng hefur dottið upp fyrir. Bæði lag og texti er algjör perla. �?að er svo mikill höfgi yfir því, glæsimennska, virðing og tign.�??
Áttu þér eitthvað uppáhaldslag? �??�?að eru föst lög, �?g veit þú kemur, Kveikjum eld og ýmsar skyndivísur, Sigga litla systir mín og önnur lög í þeim dúr sem eru mér kær. En það var alltaf eitthvað fyrir alla. �?g hugsaði það þannig, að maður væri að tengja saman kynslóðir, yngstu krakkana og elstu þjóðhátíðargestina. �?að held ég að hafi tekist og þetta var náttúrulega engu líkt þegar aðstæður voru bestar. �?g hef verið að vinna með mikið af þessum lögum í fimmtíu, jafnvel sextíu ár og hvert einasta þeirra stendur enn þá fyrir sínu. Svo eru sumir sem eru leiðir á svona, eru kannski þröngir í smekk og það er vandi að vinna úr því. En það er þessi lagapakki sem skóp stemninguna. Allt í einu þegar allir voru sestir og byrjuðu að syngja þessi lög í mismundandi rytmna, takti og áherslum límdist allt saman.�??
�??Einu sinni kom séra Karl Sigurbjörnsson, biskup og fyrrum prestur í Eyjum til mín en hann var þá á þjóðhátíð með sitt fólk. Hann hitti mig eftir brekkusönginn og sagði: -�?að er ótrúlegt hvað þú hefur 100 prósent stjórn á kaósinu. �?að sem ég veitti athygli, sagði hann, að á meðan brekkusöngurinn var sá ég flösku aldrei lyft á loft. �?að var ekki tími fyrir það.
Eftir einn brekkusönginn kom formaður Samtakanna 78 til mín, alveg klökkur og sagði að það væri ekki hægt annað en að elska mig. �?? I love you too, sagði ég.�??
Á sjálfur texta við frábært lag
�??En uppáhaldslögin mín í brekku-söngnum eru lög eins og Sestu hérna hjá mér, �?lafía hvar er Vigga og Síðasti dans þar sem ég á textann sjálfur,�?? segir Árni en Síðasti dans er að mati blaðamanns eitt af flottari þjóðhátíðarlögum síðustu ára. �?ar mynda lag og texti eina órjúfandi heild.
Síðasti dansinn sem er �?jóðhátíðarlagið 1987 er eftir Kristinn Svavarsson og það voru Björgvin Halldórsson og Erna Gunnarsdóttir sem sungu það inn á plötu af mikilli list. �??�?etta er ofboðslega fallegt lag og ég hef aldrei verið eins lengi að semja texta eins og þennan. Kristinn er náfrændi Oddgeirs. �?að var þannig að ég fékk tvö lög frá Kristni þar sem ég var staddur í fríi á Flórída með henni Dóru minni. �?g mixaði þau saman þó lagið væri hans. Dóra var flugfreyja og ég leyfði flugfreyjuhópnum að heyra lagið út við sundlaug. Spurði þær hvernig texta ég ætti að hafa og hvaða stemningu? �?á sagði ein flugfreyjan, -þetta á að vera svona síðasti dans og þar með var línan komin á textann.�??
Fólk þakklátt
Árni segir að fólk hafi yfirleitt verið mjög þakklátt eftir brekkusönginn en svo voru það auðvitað nokkrir sem höfðu skömm á þessu. Brekkusöngurinn er sérstakt fyrirbrigði og það er ekkert skrýtið að hann skuli hafa fest rætur um allt land. �?g hef sungið hann víða um land og verið með burðinn úr þjóðhátíðarefninu en bætt svo við lögum sem er þekkt og vinsæl á hverjum stað. Hnýtt þeim inn í. �?að sem er svo sérstakt við þetta er að brekkusöngurinn er samstaða og stemning. �?að þarf ákveðna hluti til að ná því saman. �?g hef sagt það á einfaldan hátt, að það er eitthvað sem hrífur og það skiptir svo miklu máli. Og fólk er að spekúlera í þessu.
Einu sinni var ég fenginn til að syngja á árshátíð tónlistarskólakennara í Skíðaskálanum í Hverdölum. �?að gekk ofsavel og mikið stuð. �?egar ég er að ganga fram á eftir standa þar fjórir skólastjórar og stoppa mig. �?eir spyrja mig; -Hefurðu verið að læra söng undanfarið? �??Nei, segi ég. Af hverju haldið þið það? �?? Okkur finnst þú syngja miklu betur. �?? Já, segi ég, það er alveg rétt á hjá ykkur. �?g bara ákvað að syngja betur.
Sem söngstjóri í brekkusöngnum er maður í nokkrum hlutverkum. �?að þarf að halda liðinu saman, fá það til að koma inn í kórinn og virkja það. Til þess hefur maður röddina, gítarinn og taktinn. �?að þarf ekki annað, það er svo einfalt. �?etta eru vopnin og tækin sem maður hefur og til að ná þessu þarf maður oft að fórna söngnum. �?egar ég er að syngja annars staðar syng ég öðru vísi. Ekki með þessum stjórntakti í blænum. �?að skiptir máli að fólk þarf stundum aðhald.�??
Syngja með fólkinu en ekki fyrir það
�??Einu sinni við pallinn finn ég allt í einu að það stendur kona við hliðina á mér og syngur með mér. �?að var Nína hin eina sanna frá Sandfelli. Hún hljómaði vel og ég lét hana klára lagið. �?akkaði henni fyrir og bað hana um að taka sér aftur sæti í Brekkunni en við myndum svo syngja saman, tvö ein því við vorum góðir vinir.
�?að er nú þannig þegar maður er að syngja brekkusönginn að maður þarf að gæta þess að vera ekki atriði heldur einn af röddunum, syngja með fólkinu en ekki fyrir það. �?etta byggist á þeim karater sem er að stjórna brekkusöngnum. �?að þarf svo hann gangi eitthvað karma eða sjarma eins og sumir segja og að syngja með öllum.�??
Helgi Braga hafði heyrt þetta allt áður
�??�?að er til ýmsar góðar sögur. Einu sinni þegar Helgi Braga var í námi í Vínarborg var einhver vinkona hans sem sagði að hann yrði að fara í Vínaróperuna. Hann gæti ekki verið þekktur fyrir annað. �?að er þannig að stundum á kvöldin var hægt að fá lausa miða, alveg sama hvaða snillingar eru á ferð. Helgi, sem er góður drengur og tekur ábendingum var á labbi eitt kvöldið og sér að það er tíu manna röð við �?peruna og fer í röðina. Eftir smá stund eru komnir 50 en Helgi náði síðasta miðanum. Svo kemur hann inn og tónleikarnir byrja og þá er á sviðinu sjálfur Placido Domingo, einn af þremur bestu tenórunum í heimi.
�?að vildi þannig til að Domingo átti afmæli þetta kvöld og var afmælissöngurinn sunginn. Daginn eftir hittir Helgi vinkonu sína og segir henni frá þessu. �??Var þetta ekki stórkostlegt, spyr hún og Helgi svarar: -�?etta var allt í lagi. Og hún segir: -Fannst þér ekki stórkostlegt að hlusta á Placido Domingo og syngja fjöldasöng með honum? �?? Jú, það var ágætt en ég er svo vanur að syngja með Adda Johnsen,�?? segir Árni og hlær.
�??�?egar maður syngur brekkusönginn veit maður hvað maður ætlar að gera og svo er það mjög ákveðin einbeitning sem maður þarf til að keyra áfram til að hafa stjórnina. Hún er svolítið erfið þessi lína í hvað langt maður á að ganga en það þarf allt að rýma saman,�?? segir Árni sem búinn er að selja húsið sitt í Reykjavík og alfluttur á Höfðabólið.
�??�?g er laus við húsið og fluttur hingað heim, kominn úr útlegðinni sem vill fylgja stjórnmálavastrinu. Hér er ég að stækka við mig og klára að vinna í smiðjunni og ýmislegt annað sem fellur til. �?g er að ná mér eftir mjög erfiða lungnabólgu en ég hef nóg að gera og nóg framundan. Er tilbúinn með tvær barnaplötur með á annað hundrað lögum sem koma út fljótlega. Svo er Sólarsvítan mín að koma út í þremur mynd-
bandsútgáfum, með þjóðarsinfóníu �?kraínu, með búsúkkí, þjóðarhljóðfæri Grikklands og hana kalla ég Grísku sólarsvítuna sem er hálftímatímaverk. Loks er það Sólarsvítan í flutningi Karlakórsins �?rasta í Hafnarfirði undir stjórn Garðars Cortes þar sem þeir syngja lögin fimmtán. �?g hef því nóg að gera þó maður sé hættur öllu pólitísku vafstri, eða hvað? Kannski ekki alveg, það er alltaf verið að ræsa mann út.�?? sagði Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður og blaðamaður með meiru að lokum.
Í haust verður frumsýnd heimildarmynd um Árna og eru afköst hans á Alþingi kveikjan að myndinni.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.