Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að ekki hafi verið rætt við Vestmannaeyjabæ um að loka Landeyjahöfn tímabundið. „ Þvert á móti höfum við verið að beina því til hlutaðeigandi hvernig hægt er að vinna sig í gegnum þennan tíma þar til öflugra dýpkunarskip kemur til landsins. Auðvitað gengur þetta ekki eins og nú er. Það er ekki boðlegt að fólk sé að keyra eftir suðurlandinu þegar búið er að fella niður ferðir. Það þarf náttúrulega fyrst og fremst að bæta upplýsingargjöf til farþega.“