Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út rétt fyrir klukkan sex í dag en þakplötur voru að fjúka af Þórsheimilinu við Hamarsveg. Talsverður vindstrengur hefur verið í Vestmannaeyjum í dag en meðalvindhraði klukkan sex var 24 metrar á sekúndu en í mestu hviðunum fór vindhraði í 30 metra. Það er þó ekki einungis vindurinn því á sama tíma er 11 stiga frost og því talsvert kalt í Eyjum þessa stundina.