�?au gerðu það með stæl krakkarnir í GRV sem tóku þátt í Stíl sem er keppni á vegum Samfés í samstarfi við grunnskólana. Keppt er í hárgreiðslu, förðun, bestu möppu og fatahönnun. �?au sem stóðu uppi sem sigurvegarar og fara í lokakeppnina í Reykjavík eru Sigurlaug Sigmarsdóttir, Hulda Helgadóttir, Lísa Guðbjörnsdóttir og Valgerður Sigmarsdóttir. Sigurlaug sýndi búninginn.
�?ema keppninnar í ár er Gyðjur og goð og þar gengu krakkarnir í GRV alla leið. Í hverju liði voru tveir til fjórir einstaklingar úr áttunda til tíunda bekk. Keppt var á milli félagsmiðstöðva af öllu landinu. �??En þar sem hver félagsmiðstöð má aðeins senda eitt lið í lokakeppnina þá er haldin undankeppni hér heima til að velja okkar fulltrúa,�?? sagði Ásta Kristmannsdóttir, kennari sem
hafði yfirumsjón með keppninni.
Alls tóku fimm lið þátt í keppninni og stóðu sig öll vel og höfðu greinilega lagt mikla vinnu í verkefnin. �?að var gaman að sjá forsögulegar verur stíga fram í sal Barnaskólans þar sem keppnin fór fram. �?ar var saga og hugmyndaflug sameinað og útkoman ótrúlega skemmtileg. Keppnin í Reykjavík verður 6. mars.