Ég myndi segja að endurskoðun stjórnarskrárinnar sé ekki eitt af mikilvægustu úrlausnarefnunum núna. Þjóðin er í ákveðnu uppnámi eftir hrunið og í slíku ástandi eiga menn helst ekki að taka stórar ákvarðanir. Ég er einn af þeim sem eru íhaldssamir þegar kemur að stjórnarskránni. Ég er lögfræðingur og mér sýnist þeir að jafnaði vilja fara varlegar en aðrir í breytingar. Sennilega er það af því að þeir átta sig á því hve vandasamt verk það er.