Fram kom í fréttum R�?V í síðustu viku að þátttaka 12 mánaða og fjögurra ára barna í bólusetningum hér á landi sé óviðunandi. �?tlar Landlæknisembættið að ráðast í sérstakt átaksverkefni til að fá fleiri foreldra til að mæta með börnin sín í bólusetningar til að sporna við þessari þróun og þar með reyna að koma í veg fyrir að hættulegir sjúkdómar blossi upp. Athygli vakti að þátttaka 12 mánaða barna í Vestmannaeyjum er langminnst og töluvert undir meðaltali.
Ástæðurnar fyrir dræmri þátttöku eru ekki með öllu ljósar
Í skýrslu embættisins sem kom út fyrir skemmstu kemur fram að þátttaka í bólusetningum hér á landi sé svipuð og á árinu 2015 nema við 12 mánaða og fjögurra ára aldurinn þar sem hún var til muna lakari árið 2016. Segir jafnframt að niðurstaðan sé ekki ásættanleg og ef fram heldur sem horfir, þá geti blossað upp bólusetningasjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil. Ástæðurnar fyrir dræmri þátttöku eru ekki með öllu ljósar en líklegt er að innköllunarkerfi heilsugæslunnar sé ófullnægjandi fyrir börn á þessum aldri frekar en að fólk sé að neita að láta bólusetja börnin.
Einungis 75% barna bólusett við 12 mánaða aldur
Töluverður munur er milli landsvæða hvað þátttökuna varðar en í Vestmannaeyjum er hún áberandi minni hjá 12 mánaða börnum en gengur og gerist annars staðar á landinu eða 75% á móti 86-90%. �?átttakan í Vestmannaeyjum við fjögurra ára aldur er ívið betri, eða 84%, en þó of lág líkt og annars staðar á landinu að frátöldum Vestfjörðum sem skera sig úr með 97% þátttöku.
Á vef embættisins segir að bólusetningar hafi verið almennar hér á landi í marga áratugi og þátttaka í þeim sé mikil, einkum þegar börn eiga í hlut. Með því að þorri fólks láti bólusetja sig er unnt að mynda svonefnt hjarðónæmi gegn skæðum smitsjúkdómum, sem þýðir að ónæmi gegn þeim verður nægilega algengt í landinu til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómanna, jafnvel þótt vart verði við einstök tilfelli. Vegna almennrar þátttöku landsmanna í bólusetningum hefur ekki verið talin þörf á að gera bólusetningu að skyldu en þess má geta að öll börn með lögheimili á Íslandi geta fengið bólusetningu sér að kostnaðarlausu.
Verklagsreglur vegna innkallanir verða skoðaðar
Haft var samband við yfirmenn á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum um þeirra viðbrögð við þessum niðurstöðum. Guðný Bogadóttir yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni gaf þessa yfirlýsingu fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
�??Viðbrögð HSU í Vestmannaeyjum eru að það er full ástæða til að taka þessar tölur alvarlega og skoða hvort um skráningarvillu sé að ræða og/eða hvort forráðamenn hafi ekki mætt nægilega vel með börn í bólusetningar. Verklagsreglur vegna innkallana verða skoðaðar með tilliti til þessa, þar á meðal hvort að nafnalistar séu réttir og uppfærðir. �?að er upplifun starfsfólks að flestir íbúa séu jákvæðir fyrir bólusetningum hjá börnum og geri sér grein fyrir mikilvægi þeirra. Að lokinni skoðun á ástæðum þessara niðurstaðna er gert ráð fyrir fréttatilkynningu frá HSU-Vestmannaeyjum.�??