Það er sjálfsagt erfitt að eiga völina, því hinn sama á líka kvölina. Þeir sem segja þjóðinni að ekki séu til peningar til að halda úti eðlilegri löggæslu í landinu hafa margt til síns máls. En þegar málin eru skoðuð í samhengi þá er eitthvað sem ekki gengur upp. – Þegar svo fáir lögreglumenn eru nú á vakt, að ekki er hægt að sinna nauðsynlegustu löggæslu. – Eða eins og í Eyjum, þar sem ekki er sólarhringvakt á einum öflugasta útgerðarstað landsins vegna þess að ekki eru til peningar. – Er það vegna þess að ekki eru til peningar, eða fóru þeir í einhver gæluverkefni. Hvað finnst ykkur?