Í gær birtist hér á Eyjafréttum frétt um að hugsanlega hafi sést hvítur hrossagaukur hér í Vestmannaeyjum. Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands hefur nú staðfest að svo sé. �??�?g sá hvítan hrossagauk síðasta föstudag þar sem hann flaug fyrir framan bílinn hjá mér rétt sunnan golfvallar. �?annig að svarið er já, það var hvítur hrossagaukur hér síðasta föstudag og ekki ólíklegt að þetta sé heimafugl þar sem hvítir hrossagaukar hafa verið að sjást í Eyjum af og til á síðustu árum,�?? sagði Ingvar.
Árið 2007 sást einmitt hvítur hrossagaukur í Vestmannaeyjum og var sagt frá honum
á mbl.is. �?á var einnig grein um hvítan hrossagauk sem sást í Eyjum í
Morgunblaðinu 1999.
�?að var Sigríður Högnadóttir sem náði mynd af fuglinum.