Vandræðin í kringum Landeyjahöfn í vetur eru Eyjamönnum, og reyndar landsmönnum öllum vel kunnug. Málefnið virðist hafa ratað út fyrir landsteinana því rússneskur hugmyndasmiður að nafni Viktor Huliganov sendi ritstjórn Eyjafrétta bréf þar sem hann kemur með bestu lausnina fyrir Landeyjahöfn, að eigin mati. Það er að kaupa rör, staðsetja það í hafnarmynninu, kaupa líka kafbát og sigla honum svo neðansjávar inn í höfnina. Þá værum við laus við sand, vind og ölduhæð. Einfalt, ekki satt?