Á morgun, laugardag mun Jón Ólafsson, tónlistarmaður, koma til Eyja með spjalltónleikana sína, Af fingrum fram, sem hafa gengið fyrir fullu húsi í Salnum í Kópavogi í nokkur ár. Gestur Jóns í Eyjum verður Björgvin Halldórsson en spjalltónleikarnir hefjast kl. 21:00 í Höllinni.