Þjóðferjuleið til Eyja í vegalög
25. september, 2018
Karl Gauti Hjaltason þingmaður

Karl Gauti Hjaltason þingmaður Flokks Fólksins í Suðurkjördæmi mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á vegalögum í gær. Hann vill að þjóðferjuleiðir verði hluti af grunnkerfi samgangna eins og það er skilgreint í samgönguáætlun hverju sinni. Til þjóðferjuleiða teljast leiðir þar sem ferja kemur í stað vegasambands um stofnveg og tengir byggðir landsins sem luktar eru sjó við grunnkerfi samgangna á meginlandinu. Einnig vill hann sjá að í samgönguáætlun verði ákveða fjárveitingu vegna kostnaðar við ferjur sem þjónusta þjóðferjuleiðir til flutnings á fólki og bifreiðum og að einnig verði heimilt að ákveða fjárveitingu til greiðslu hluta kostnaðar við ferjur sem eru mikilvægar fyrir ferðaþjónustu. Frumvarp þetta var lagt fram á síðasta þingi en fékk þá ekki afgreiðslu, Karl Gauti lagði það fram í óbreyttri mynd í gær.

Meðflutningsmenn með Karl Gauta í málinu eru fjórir aðrir þingmenn, Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason, allt þingmenn úr Suðurkjördæmi.

Ræðu Karls Gauta má lesa hér að neðan í heild sinni.

Efndanna er vant þá heitið er gert
Um þetta mál hefur verið rætt í Vestmannaeyjum árum saman. Síðastliðið haust gaf ég nokkrum íbúum í Eyjum það loforð að ef ég kæmist á þennan vinnustað, sem ég er nú á, yrði það eitt af mínu fyrstu verkum að leggja fram frumvarp sem hefði það efni sem hér liggur fyrir, það er að ferjuleiðin til Eyja yrði skilgreind eins og um þjóðveg væri að ræða.
Árum saman hafa samgöngumál á leiðinni til Vestmannaeyja verið til umræðu. Vestmannaeyjar hafa mikla sérstöðu í samgöngulegu tilliti og er það mat flutningsmanna að það sé hlutverk hins opinbera að tryggja þangað góðar og greiðarsamgöngur, á sanngjörnu verði með nákvæmlega sama hætti og hið opinbera stendur straum af rekstri sameiginlegs vegakerfis, hafna og flugvalla.

Leysa þarf þann samgönguvanda sem snýr að Vestmannaeyjum og öðrum byggðum eyjum við landið. Þær eyjar sem búseta er í árið um kring eru um þessar mundir fjórar talsins, Heimaey í Vestmannaeyjum, Grímsey úti fyrir Eyjafirði, Flatey á Breiðafirði og Hrísey á Eyjafirði. Til allra þessara eyja ganga í dag ferjur, en skort hefur þjónustuskilgreiningar á þessum ferjuleiðum, svo sem hversu tíðar ferðirnar eigi að vera, hvernig skip þau sem notuð eru í þessar siglingar skulu útbúin, með tilliti til þess að oft eru þetta einisamgöngumátinn sem íbúum á þessum eyjum býðst til að komast og ferðast upp á meginlandið.

Markmið frumvarpsins er að ákveðnar ferjuleiðir falli undir skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum vegna sérstöðu sinnar. Lagt er til að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum. Undir þessa nýju skilgreiningu falla þá ferjuleiðir sem tengja byggðar eyjar við grunnvegakerfi landsins.

Í máli númer 4904 frá 2007 fjallaði umboðsmaður Alþingis um kvörtun yfir gjaldtöku vegna afnota af ferjunni Herjólfi, sem sigldi á þeim tíma milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar, og hækkun Eimskipafélags Íslands ehf. á gjaldskrá ferjunnar í ársbyrjun 2007. Var því m.a. haldið fram að Herjólfur teldist þjóðvegur í skilningi vegalaga.
Umboðsmaður komst m.a. að þeirri niðurstöðu að ferjur yrðu ekki skilgreindar sem þjóðvegir, hvorki samkvæmt gildandi vegalögum, nr. 80/2007, né eldri vegalögum og yrðu því ekki felldar undir það hugtak.
Auk þess taldi umboðsmaður að hvorki yrði ráðið af ákvæðum eldri vegalaga né gildandi laga að Alþingi hefði litið svo á að ríkinu væri skylt að standa að rekstri á ferjum með sama hætti og uppbyggingu og viðhaldi þjóðvega. Umboðsmaður tók fram að Herjólfur gegndi mikilvægu hlutverki í samgöngum milli Vestmannaeyja og annarra hluta landsins og hefði hlutverk sem væri að nokkru marki eðlislíkt því hlutverki sem vegir hefðu almennt í samgöngum hér á landi.

Þrátt fyrir þessi orð í áliti umboðsmanns var það niðurstaða í álitinu að það atriði eitt og sér leiddi ekki til þess, að virtum ákvæðum vegalaga, að litið yrði á ferjuna sem „þjóðveg“ milli Vestmannaeyja og lands í skilningi vegalaga.
Benti umboðsmaður m.a. á að tekin yrði skýrari afstaða til þeirra skyldna sem hvíldu á Vegagerðinni við framkvæmd 22. greinar vegalaga um að rekstur ferja færi þannig fram að gætt væri á hverjum tíma að hagsmunum þeirra borgara sem nýttu þjónustuna.
Það kemur einnig fram í áliti umboðsmanns frá 2007 að hann hafi haft samskipti við ráðuneytið á þessum tíma og þar kemur fram sú afstaða ráðuneytisins að það féllist á sjónarmið umboðsmanns um nauðsyn á endurskoðun umræddra ákvæða vegalaga og það yrði haft að leiðarljósi við næstu endurskoðun vegalaga. Vegna mikilla anna í ráðuneytinu hefði hins vegar ekki enn gefist tími til að ráðast í þá endurskoðun, – þetta var á árinu 2007!

Í ljósi þessarar niðurstöðu umboðsmanns alþingis er það mat flutningsmanna þessa frumvarps að mikilvægt sé að gera nauðsynlegar breytingar á vegalögum til að taka af öll tvímæli um þann ásetning löggjafans að ákveðnar ferjuleiðir falli undir skilgreininguna á þjóðvegum samkvæmt vegalögum, að vísu undir nafninu Þjóðferjuleiðir, enda ekki um eiginlega vegi að ræða.

Árið 2017 var unnin ítarleg þjónustugreining fyrir Vestmannaeyjabæ og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Þar kemur fram að krafa íbúa um hreyfanleika er að aukast og fólk vill geta komist á milli lands og Eyja með sem minnstum fyrirvara og að tíðni ferða sé sem mest. Töluvert er um að fólk fari upp á meginlandið til að sækja sér þjónustu, vinnu og afþreyingu. Auk þess eru fjölmörg fyrirtæki sem treysta á flutninga milli lands og Eyja, svo sem flutning á hráefni fyrir fiskvinnslu og fiskafurðir á markað o.s.frv. Fyrir þessa aðila er mikilvægt að engar tafir verði á flutningum. Einnig kemur fram að tryggar ferjusiglingar séu mikilvægar fyrir aðila í ferðaþjónustu, sem er augljóst hverjum manni.

Gera má ráð fyrir að öll þessi sjónarmið gildi jafnt um íbúa annarra eyja í kringum landið.
Í kafla 4.1 í greiningunni er fjallað um „þjóðveg á milli lands og Eyja“ og þar er m.a. lagt til að Vegagerðin búi til sérstakan þjónustuflokk, eftir að ferjuleiðir verði skilgreindar sem þjóðvegur. Íbúar á eyjum við landið eiga sjálfsagða kröfu til þess að öruggar samgöngur til og frá heimili séu tryggðar af ríkisvaldinu með því að ríkið standi að rekstri á ferjum á skilgreindum þjóðferjuleiðum í vegalögum.

Tíðni þeirra samgangna og þjónustustig verði skilgreint eins og ríkisvaldið gerir með aðrar samgöngur um vegi í þjóðvegakerfi landsins. Þannig verði lagðar þær skyldur á ríkisvaldið að halda opnum öllum skilgreindum þjóðferjuleiðum í landinu með ferðatíðni og með því þjónustustigi sem skynsamlegast er talið í hverju tilfelli og boðlegt íbúum á þessum eyjum, með nákvæmlega sama hætti og gert er með þjónustu í vegakerfinu.
Að lokum legg ég til að frumvarpið verði eftir fyrstu umræðu, sent umhverfis- og samgöngunefnd þingsins til umfjöllunar.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst