Nú er annar dagurinn af þremur á �?jóðhátíð afstaðinn og líkt og fyrri daginn lék veðrið við gesti þó það hafi dropað eilítið í upphafi kvölds. Dagskráin í gær var ekki af verri endanum, Eyjamaðurinn Sindri Freyr hóf leik á kvöldvökunni með léttu gítarspili en félagarinir í FM95BL�? luku henni eins og þeim einum er lagið og var stemningin á dansgólfinu töluverð. Eftir flugeldasýningu tóku liðsmenn Dimmu við keflinu áður en Páll �?skar og Stuðlabandið slógu botni í kvöldið.
Hér má sjá myndir frá kvöldinu.