Í dag klukkan 18.00 verður leyft að taka frá tjaldstæði fyrir hústjöldin í Dalnum. Tjaldstæða kapphlaupið hefst á slaginu 18:00 og fá starfsmenn �?jóðhátíðar tveggja mínútna forskot. �??Við viljum vinsamlegast biðja fólk um að virða þessi tímamörk þannig að allir fari glaðir heim,�?? segir á heimasíðu ÍBV.
Grindur verða settar upp á morgun, fimmtudaginn 28 á eftirfarandi tíma eftir götum, er fólk beðið að virða tímasetningar svo tjöldun og frágangur gangi sem hraðast fyrir sig:
kl. 11 – Reimslóð, Týsgata, �?órsgata og Ástarbraut
kl. 12 – Veltusund, Sjómannasund og Lundaholur
kl. 13 – Sigurbraut, Skvísusund og Golfgata
kl. 14 – Efri byggð og Klettar.
ATHUGIÐ að þeir sem ekki eru til staðar á tilsettum tíma eiga hættu á að vera færðir efst í götuna.