Eins og undanfarin ár tekur ritstjórn Eyjafrétta saman mest lesnu fréttir ársins á Gamlársdag. Þegar farið er yfir listann yfir 10 vinsælustu fréttir ársins, má sjá að fréttir af þjóðhátíð og íþróttum eru vinsælar en sjö af tíu vinsælustu fréttum ársins eru annað hvort íþróttatengdar eða af þjóðhátíð. Þess má til gamans geta að fréttin í ellefta sæti er þjóðhátíðarfrétt. Hér að neðan má sjá lista yfir tíu vinsælustu fréttir ársins 2011 á Eyjafréttir.is.