Þjóðhátíðarblaðið 2011 er tilbúið og komið á helstu sölustaði í Vestmannaeyjum. Blaðið er fullt af skemmtilegu efni en m.a. má finna þar viðtal Ómars Garðarssonar við hjónin Ásu og Gústa, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson skrifar skemmtilega grein, Þorsteinn Gunnarsson segir frá kynnum erlendra manna af þjóðhátíð og aldarminning Oddgeirs Kristjánssonar er í blaðinu.