Þjóðhátíðarmyndband FM95BLÖ frumsýnt

FM95BLÖ frumsýndi Þjóðhátíðarmyndbandið sitt á Vísi í morgun. Í tilkynningu frá vísir.is kemur fram: „Þetta er okkar uppáhalds hátíð og til að keyra upp stemminguna ákváðum við að skella í myndband,“ segir Auðunn Blöndal einn forsprakka FM95BLÖ en Vísir frumsýnir í dag rándýrt myndband við nýjasta lag hópsins.

Þetta er fjórða myndbandið sem hópurinn sendir frá sér en þeir hafa slegið í gegn á stóra sviðinu á Þjóðhátíð síðustu ár.

„Það er langt síðan við gerðum myndband, ég held að þau séu svolítið að deyja út því það eru allir að hugsa um Spotify-tölur. Við erum ekki tónlistarmenn heldur grínista-tríó og vildum gera eitthvað skemmtilegt,” segir Auddi.

Ásgeir Orri Ásgeirsson hjá StopWaitGo sá um um útsetningu á laginu. Ágúst Bent Sigbertsson leikstýrir og Hákon Sverrisson stjórnar upptökum. Aron Ingi Davíðsson hjá Arctic Fox Films framleiðir.

„Það er ákveðin saga á bak við textann í laginu sem er byggð á því að það er erfitt að missa af þjóðhátíð. Ég er í Húsdýragarðinum með strákana og Steindi í jarðarför hjá afa sínum þegar við fáum sendar myndir úr Dalnum og já… við tekur ákveðið ævintýri,” segir Auddi í samtali við Vísi.

Aðdáendur FM95BLÖ verða ekki fyrir vonbrigðum í ár því þeir stíga á svið í Herjólfsdal á laugardagskvöldinu og verður það í áttunda skiptið sem þeir koma þar fram.

Myndbandið má sjá hér:

Nýjustu fréttir

Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.