�?jónusta við börn eru fjárfesting til framtíðar. Vestmannaeyjabær hefur á seinustu árum lagt þunga áherslu á að bæta þjónustu við börn og barnafjölskyldur eftir því sem við verður komið. �?annig er núna þjónusta dagforeldra niðurgreidd frá 9 mánaða aldri auk þess sem í boði eru heimagreiðslur til foreldra sem nýta sér ekki þjónustu dagforeldra. En þetta kemur fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.
Fyrsta skólastigið
Leikskólar eru fyrsta skólastigið og mikilvægt að því sé sinnt af kostgæfni. Inntaka í leikskóla sveitarfélagsins hefur í gegnum árin verið að vori og fram á haustið. Markmið sveitarfélagsins er að öll börn sem orðin eru 18 mánuða gömul 1. september ár hvert komist í leikskólapláss. �?etta markmið hefur náðst til dagsins í dag og jafnvel hefur tekist að bjóða þeim börnum sem verða 18 mánaða pláss fram yfir áramótin ef laus pláss eru til staðar.
Staðan í leikskólum
Í dag eru 87 börn í Kirkjugerði og 94 börn á Sóla. Að auki eru 39 börn í Víkinni. Samtals eru því 220 börn í leikskólum sveitarfélagsins. Ekkert barn 18 mánaða eða eldra er á biðlista eftir leikskólaplássi í dag en í janúarlok verða þau orðin fimm og þrjú bætast við í febrúar, samtals 8 börn í febrúarlok.
Inntökutímabilum fjölgað
Kröfur og væntingar foreldra til daggæslu eru í sífeldri þróun og mikilvægt fyrir Vestmannaeyjabæ að vera ætíð vakandi hvað það varðar. Meðal annars á þeim forsendum hefur Vestmannaeyjabær nú til skoðunar að fjölga inntökutímabilum barna til að freista þess að sem minnst frávik séu frá því að 18 mánaða börn komist inn á leikskóla.
Dagforeldrar og frekari inntaka á leikskóla
Í Vestmannaeyjum eru þrír dagforeldrar með alls 15 börn. Ein umsókn liggur fyrir um að gerast dagforeldri og getur viðkomandi tekið til sín fjögur börn til að byrja með.
Leikskólinn Kirkjugerði er þegar orðin fullnýttur en stefnt er að því að taka inn eins mörg börn á Sóla í janúar og mögulegt er. Til að mæta umfram þörf fyrir daggæslu verður dagforeldraúrræði á vegum Vestmannaeyjabæjar einnig opnað á Strönd þegar önnur dagforeldraúrræði eru fullnýtt.
Byggt við Kirkjugerði
Vestmannaeyjabær hefur fyrir nokkru hafið undirbúning að framkvæmdum við stækkun Kirkjugerðis um eina deild á næstu vikum og eiga þær framkvæmdir að vera lokið í vor. Með tilkomu nýrrar deildar verður auðveldara að taka börn inn í leikskóla oftar yfir árið en nú er og fækka þar með frávikum frá 18 mánaða viðmiðinu. Með því verður biðtími foreldra eftir leikskólaplássi enn styttur frá því sem nú er.
Leikskólagjöld lækkuð
Að lokum ber þess að geta að vegna verðtryggingar gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar hafa gjaldskrár leikskóla hækkað umfram stefnu sveitarfélagsins. Í samræmi við fordæmi og orð ráðfólks má fastlega búast við að tekin verði ákvörðun um lækkun þessara gjalda á næsta fundi fræðsluráðs.