Sigurður Ingi Jóhannsson, annar tveggja þingmanna Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi hefur svarað bréfi Elliða Vignissonar. Sigurður segir það skoðun sína að best sé að koma þjónustunni sem næst til íbúanna, þannig verði þjónustan betri en líka hagkvæmari en stórar, miðstýrðar og fjarlægar ríkisstofnanir. Svar Sigurðar má lesa hér að neðan.