Fyrsti bíllinn á Íslandi, sem kenndur er við Ditlev Thomsen, kaupmann og konsúl, var fransk-þýskur af svonefndri Cudell-gerð.
Alþingi samþykkti árið 1903 að veita 2.000 kr. styrk til að flytja inn bifreið og taldi ráðlegast að einkaaðili stæði fyrir því. Thomsen kaupmaður varð fyrir valinu og sá hann um rekstur bifreiðarinnar. Þorkell Þ. Clementz varð fyrsti bílstjóri Íslendinga. Hann kenndi Tómasi Jónssyni að aka og saman ferðuðust þeir um takmarkaða vegi landsins, meðal annars til Eyrarbakka.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst