Verðlaunin hlaut �?orsteinn fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, en þau eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir og er ætlað að styðja alþjóðlega samvinnu við lausn brýnustu orkuvandamála samtímans.
Mikill metnaður er lagður í verðlaunin sem nefnd hafa verið rússnesku Nóbelsverðlaunin í orkuverkfræði og var gert ráð fyrir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti afhenti þau. �?orsteinn var valinn úr 146 manna hópi, en aðeins Nóbelsverðlaunahafar og meðlimir í rússnesku vísindaakademíunni hafa rétt til að tilefna menn til verðlaunanna. �?rjátíu manna alþjóðleg dómnefnd sá svo um valið. �?orsteinn hlaut helming verðlaunanna í ár og hinum helmingnum deila Geoffrey Hewitt og Vladimir Nakorjakov með sér, en þeir hljóta viðurkenningu fyrir rannsóknir og þróun í varmaskiptafræði.
Í ræðu sinni við afhendinguna sagðist �?orsteinn standa á öxlum risa sem undanfarna öld hafa rutt brautina fyrir nýtingu sjálfbærrar orku.
�?Af þessu tilefni vil ég leyfa mér að nefna nöfn Steingríms Jónssonar, Jakobs Gíslasonar, Gunnars Böðvarssonar, Jóhannesar Zoëga og Braga Árnasonar. �?essir einstaklingar hafa verið fremstir meðal fjölda frumherja í orkumálum á Íslandi.�?
�?orsteinn kom einnig inn á framhald vetnisverkefnisins í ræðu sinni og sagði að framleiðsla og notkun vetnis sem orkubera á Íslandi gæti orðið fyrirmynd fyrir heiminn.
Sú stefna að hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis til nýrra orkubera krefst þess hins vegar að aukið verði við færni á svæði vetnistækni.
Í samtali við Morgunblaðið segir �?orsteinn verðlaunin vera mikla hvatningu til að halda áfram á sömu braut, bæði fyrir sig og aðra á Íslandi.
�?Og ég vona að þetta verði til að styrkja útrás okkar á sviði orkutækni. Til dæmis eru hér í Rússlandi spennandi atriði sem hægt er að vinna að með Rússum í orkutækni, því þeir standa þar mjög framarlega og eru öflug tækniþjóð, sérstaklega á orkusviði.�?
www.mbl.is greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst