Í Eyjafréttum þann 13. sept fer Sigurgeir B. Kristgeirsson ekki fögrum orðum um færslur sem eru á facebook síðu sjómannafélagsins Jötuns en þar er rætt um verð á makríl. En þannig er að sannleikanum er hver sárreiðastur.
�?llum þeim sjómönnum sem eru á uppsjávarskipum er ljóst að það verð sem Vinnslustöðin greiðir sínum sjómönnum fyrir makrílinn er töluvert lægra en önnur fyrirtæki eru að greiða fyrir samskonar hráefni. Sigurgeir B. ætti að sjá sóma sinn í að upplýsa okkur um það verð sem þeir greiða fyrir makrílinn svo almenningur geti myndað sér skoðun á því hvað er rangt og hvað er rétt í þessu máli. �?að er rétt að það komi fram að sjómenn hafa samband sín á milli og bera saman hvað þeir fá greitt úr hverju tonni og er samanburður alltaf fyrirtækjum hér í Eyjum óhagstæður.
Svo hnýt ég um þessa setningu. �??Helgar tilgangur meðalið, að skapa óeiningu og múgæsingu í röðum sjómanna?�?? Hafa þeir ekki skapað óeiningu sjálfir t.d með að hafa menn sem afleysingarmenn mánuðum saman og eyðileggja þar með veikindarétt þeirra. Láta þá borga karaleigu sem er brot á samningum og svar við þeirri einföldu spurningu um makrílverð að birta frétt úr fiskifréttum sem sýnir meðalverð á öllum uppsjávarfiski. Síðan telja þeir að það sanni eitthvað. �?að er nú þannig að kolmunni er í þessum tölum sem birtar voru og hafa þau fyrirtæki sem hann ber sitt fyrirtæki saman við þúsundum tonna meira af kolmunna en fyrirtækin hér í Vestmannaeyjum. Verð á kolmunna er lægra en á makríl og því er verið að bera saman epli og appelsínur með slíkum samanburði.