Þórunn Sveinsdóttir VE 401 lagði nú fyrir stundu af stað heim frá skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku. Síðustu dagar hafa farið í prófanir á búnaði og skipið sem gengu vel þannig að hægt var að leggja í hina 960 sjómílna siglingu frá Skagen til Vestmannaeyja. Ef allt gengur upp, mun hið nýja skip sigla inn í heimahöfn á aðfangadag.