Þrettándahátíðin verður haldin um helgina með pompi og prakt. Búast má við að fjöldi manns heimsæki eyjarnar af því tilefni en samkvæmt upplýsingum sem fengust í afgreiðslu Herjólfs er mikið búið að bóka í ferðir skipsins á föstudag, fullt er fyrir bíla í tvær ferðir og sú þriðja að fyllast.