Karlalið ÍBV í handbolta tapaði þriðja af síðustu fjórum leikjum sínum í deild og bikar, þegar liðið tapaði gegn Víkingum á útivelli í dag. Lokatölur urðu 25:18 en staðan í hálfleik var 13:8, Víkingum í vil. Eins og sjá má á þessum tölum var sóknarleikur ÍBV-liðsins arfaslakur og varð það liðinu að falli í dag. Eyjamenn halda þó efsta sætinu á markatölu því ÍR er komið upp að hlið ÍBV og eru bæði lið með 12 stig eftir átta leiki.