Þrjár líkamsárásir og einn árásarmaður
Mynd - Lögreglan í Vestmannaeyjum

Þrjár líkamsárásir voru kærðar til lögreglu í liðinni viku en í öllum tilvikum var um sama árásarmann að ræða. Í tveimur tilvikum er um minniháttar áverka á ræða en í einu tilviki er um meiriháttar áverka að ræða. Auk árásanna þá er sami aðili kærður fyrir, hótanir, húsbrot, eignaspjöll, þjófnað, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrots. Þá er hann einnig kærður fyrir ofbeldi og hótanir gagnvart lögreglu og brot gegn valdstjórn með því að stinga á fjóra hjólbarða á lögreglubifreið. Með því hindraði hann störf lögreglu sem litið er mjög alvarlegum augum. Maðurinn var handtekinn og í framhaldi af því færður fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald í fjórar vikur vegna brota á skilorði og ólokinna mála í refsivörslukerfinu.

Sl. þriðjudag var maður handtekinn eftir að hann braut hliðarrúðu í bifreið, en maðurinn var í annarlegu ástandi og óviðræðuhæfur. Honum var sleppt eftir að víman rann af honum og tekin hafði verið af honum skýrsla.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið og áttu þau bæði sér stað síðdegis sl. föstudag. Í báðum tilvikum misstu ökumenn stjórn á bifreiðum sínum vegna hálku, en mikil ofankoma var þegar óhöppin voru. Annað atvikið átti sér stað á Hamarsvegi þar sem ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni og lenti utan vega með þeim afleiðingum að bifreiðin valt og endaði á hvolfi. Í hinu tilvikinu missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni þannig að hún rann á aðra bifreið á gatnamótum Hlíðarvegar og Flata. Ekki var um alvarleg meiðsl í þessum óhöppum en nokkuð tjón varð á ökutækjum.

Í byrjun vikunnar hafði lögreglan í nógu að snúast vegna óveðurs sem gekk yfir Eyjarnar og var lögreglu tilkynnt um fjögur tilvik þar sem girðingar og drasl voru að fjúka. Engin slys urðu á fólki í þessu óveðri.

Nýjustu fréttir

Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.