Knattspyrnudeild ÍBV þarf að minnka kostnað við rekstur deildarinnar um 15 til 20% á milli ára. Fjöldi leikmanna hefur yfirgefið ÍBV, þar af margir af lykilmönnum liðsins en Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV segir í pistli á facebooksíðu stuðningsmanna ÍBV að liðið verði áfram með bestu vörn landsins.