Dæmi eru um að farmiðar með Herjólfi til og frá Vestmannaeyjum næstu daga séu seldir fyrir 20.000 krónur á svörtum markaði, sem er tífalt verðmæti þeirra. Eimskip hefur aukið eftirlit í Landeyjahöfn vegna falsaðra miða sem hugsanlega eru í umferð. Um 10.000 gestir verða fluttir sjóleiðina til Vestmannaeyja á næstunni vegna þjóðhátíðar þar um helgina.