Mig langar að vekja athygli á máli sem snertir ansi stóran hóp launþega innan Starfsgreinasambands Íslands, nánar til tekið um 50.000 manns, þar á meðal á félagssvæði þíns verkalýðsfélags sem er innan Starfsgreinasambandsins. Þar með erum við að tala um þinn pening, þín stéttarfélagsgjöld. Af þeim rennur hluti til Starfsgreinasambandsins og á hluta þess fjár hefur ekki verið staðið skil á.
Framkvæmdastjóra sambandsins hefur verið sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests. Um er að ræða grun um umboðssvik og fjárdrátt.