Tilkynning frá aðalstjórn ÍBV Íþróttafélags

Aðalstjórn virðir vilja fulltrúa handboltans til sátta sem og annara sem lagt hafa hugmyndir fyrir stjórnina, en telur að nú sé tími til kominn að undirbúa Þjóðhátíð, sem er mikilvægasta fjáröflun félagsins og stolt allra bæjarbúa.

Það er ótrúlega mikilvægt að báðar deildir skili því vinnuframlagi sem til er ætlast, sem verður greitt með sama hætti og áður. Höldum því Þjóðhátíð í friði og spekt og setjumst niður að henni lokinni og ræðum málin, því hún er fyrst og fremst mikilvæg fyrir barna- og unglingastarf félagsins.

Aðalstjórn gerði tilraun til sátta á fundi sínum 11. júlí 2022, þar sem hún ákvað að frá og með þeim degi verði ákvörðun stjórnar frá 15. mars 2022 um tekjuskiptingu milli deilda frestað.

Með von um jákvæð viðbrögð og gleðilega Þjóðhátíð.

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.