Tilkynning frá Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja
15. maí, 2010
Þar sem spáð er áframhaldandi norð- og norðaustlægum áttum um helgina eru líkur á áframhaldandi öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Eyjafjallajökli. Umtalsvert öskufall hefur verið í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn og öskufjúk er nú í bænum. Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja bendir fólki á að unnt er að nálgast rykgrímur á lögreglustöðinni. Þá er unnt að nálgast grímur á Heilsugæslunni á opnunartíma.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst