Hermann Guðjónsson, siglingamálastjóri skrifar grein á vef Siglingastofnunar en þar rekur hann undirbúning, smíði og stöðu Landeyjahafnar. Hermann segir m.a. að eitt meginmarkmiðið við framkvæmdina var að hönnun og gerð Landeyjahafnar yrði í sátt við náttúruna og ynni ekki gegn henni. Hermann segir jafnframt að núverandi staða sé tímabundin og að vísindalegar forsendur og innlend og erlend reynsla bendi til þess að náttúran muni ná fyrra jafnvægi á tiltölulega skömmum tíma. Greinina má lesa hér að neðan.