KR tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn með því að vinna Fylki á heimavelli sínum. Á sama tíma tapaði ÍBV fyrir FH á útivelli og þar með var ljóst að KR var orðið Íslandsmeistari. Með sigrinum skaust FH hins vegar upp í annað sæti og sendi ÍBV niður í það þriðja. Eyjamenn verða þó að hafa sig alla við til að halda þriðja sætinu því Stjarnan er þremur stigum á eftir ÍBV í fjórða sætinu en með betra markahlutfall en ÍBV. Eyjamenn þurfa því stig gegn Grindavík í síðustu umferðinni til að tryggja sér þriðja sætið.