Sú kona sem nær í Sigurð þarf ekki að svelta því Sigurður stundar nær alla veiði sem hægt er að stunda á Íslandi. Allt frá dorgveiði í gegnum ís að hreindýraveiðum á Austurlandinu.
Einnig er Sigurður einn af þeim merku karlmönnum sem fær áhuga á flestu í kringum sig. Hann talar einhver sex tungumál og kikna margar í hnjánum þegar hann talar spænsku við innfædda.
Hann er einnig búinn að læra margt, þá helst ber að nefna SJávarútvegsfræði, Spænsku og Stýrimannaskólann. Hann starfar í dag sem stýrimaður á Sigurði VE.