Fiskafli íslenskra skipa nam 55.445 tonnum í janúar samanborið við 71.520 tonn í sama mánuði í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Botnfiskafli dróst saman um rúm 1.700 tonn og nam 31.300 tonnum. Þar af nam þorskaflinn rúmum 17.400 tonnum, sem er aukning um 1.700 tonn frá fyrra ári.