Prófanefnd tónlistarskóla hefur tekið saman yfirlit um árangur nemenda á grunn- og miðprófum í hljóðfæraleik og einsöng í tónlistarskólum frá vori 2004 til vors 2012. Í samantektinni eru upplýsingar um meðaleinkunnir í klassískum hljóðfæraleik og einsöng í Tónlistarskóla Vestmannaeyja (VM) og samanburður við landsmeðaltal á þessu tímabili, annars vegar á grunnprófi og hins vegar á miðprófi.