Tonny Mawejje, landsliðsmaður �?ganda í knattspyrnu, er kominn til liðs við Valsmenn og orðinn löglegur með þeim en hann kemur til félagsins í láni frá norska úrvalsdeildarliðinu Haugesund. Hann er kominn með leikheimild með Val.
�?að þarf ekki að kynna Mawejje ítarlega fyrir íslenskum knattspyrnuáhugamönnum en hann á að baki 106 úrvalsdeildarleiki með Eyjamönnum eftir að hafa spilað með þeim frá 2009 til 2013, í fimm heil tímabil, þar sem hann missti aðeins af fjórum leikjum samtals á þeim tíma.
Mawejje á að baki um 50 landsleiki fyrir �?ganda og hefur verið fastamaður á miðjunni hjá landsliði sínu undanfarin ár.
Hann fór til Haugesund í vetur en hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá félaginu. Mawejje er orðinn löglegur og gæti spilað með Val gegn KR á morgun.