„Toppsætið er í boði“ er dæmigerð lýsing á sumri ÍBV 2010. Þessi fögru orð komu oft úr munni TG9 á fundum liðsins. Undirbúningstímabilið gekk ekkert svakalega vel hjá okkur peyjunum, við unnum ekki eitt úrvalsdeildarlið allan veturinn. Við fengum nokkrar sendingar að sunnan eða utan úr heimi.