Eyjakonur lentu á vegg þegar þær mættu Þrótti Reykjavík í Laugardalnum í kvöld. Eftir nokkuð góða byrjun tóku heimakonur öll völd og röðuðu inn mörkum.
Endaði leikurinn með fimm mörgum Þróttar gegn einu marki ÍBV. Skellur eftir gott gengi í undanförnum leikjum. Með sigrinum komust Þróttarkonur upp í þriðja sæti en ÍBV er í því fimmta að loknum þrettán umferðum.
Það verður á brattann að sækja í þeim fjórum leikjum sem eftir eru í Bestu deldinni. Næsti leikur er á móti Breiðabliki heima, Þór/KA úti, Val heima, Keflavík úti og loks Aftureldingu heima.
Mynd Sigfús Gunnar. ÍBV fagnar sigri gegn KR á heimavelli en reyndin var önnur í kvöld.
Staðan:
L | Mörk | Stig | |
Valur | 13 | 36:6 | 32 |
Breiðablik | 13 | 35:7 | 28 |
Þróttur R. | 13 | 27:16 | 25 |
Stjarnan | 13 | 26:13 | 24 |
ÍBV | 13 | 19:21 | 21 |
Selfoss | 13 | 13:12 | 18 |
Keflavík | 13 | 16:26 | 13 |
Þór/KA | 13 | 16:36 | 10 |
Afturelding | 13 | 13:33 | 9 |
KR | 13 | 13:44 | 7 |
Af mbl.is |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst