Kvennalið ÍBV í handbolta mætti KA/�?ór norður á Akureyri í gær. Fyrirfram var búist við sigri ÍBV enda Eyjaliðið við topp deildarinnar á meðan KA/�?ór er við botn deildarinnar. Eftir jafnan og spennandi leik, hafði ÍBV að lokum sigur, 26:25 en KA/�?ór var yfir í hálfleik 15:13 og var um tíma með fjögurra marka forystu. Eftir sigurinn er ÍBV með 12 stig, líkt og Grótta en Fram er á toppi deildarinnar með 14 stig. Flestir reikna með að þessi þrjú lið muni berjast á toppi deildarinnar í vetur.
�??Við byrjuðum betur og vorum með 2-3 marka forystu en um miðjan seinni hálfleik skelltu KA/�?ór stelpur í lás og voru með sanngjarna forystu í hálfleik. �?að voru nokkrir lykilleikmenn sem fundu sig ekki i fyrri hálfleik en markvarslan var góð sem og Telma á línunni sem setti 6 mörk úr 6 skotum. Við vorum í basli alveg þangað til 10 mínútur voru eftir af leiknum en þá komumst við aftur inn í hann,�?? sagði Jón Gunnlaugur í samtali við
Fimmeinn.is.
�??Við náðum svo þriggja marka forystu þegar um 4 mínútur voru eftir og fengum 2 tækifæri einum fleiri til að klára leikinn en klúðruðum þeim færum. Ánægulegt að taka 2 stig á þessum erfiða útivelli en ég verð að hrósa KA/�?ór stelpum fyrir frábæran leik og baráttu. Stelpurnar mínar stóðu sig einnig vel í erfiðum leik og það sýnir kannski styrkleika að ná í stigin tvö þegar liðið á ekki topp leik.�??
Mörk ÍBV: Telma Amado 8, Vera Lopes 8, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4, Elín Anna Baldursdóttir 3, Ester �?skarsdóttir 2, Kristrún �?sk Hlynsdóttir 1.