Tryggja þarf að slíkar aðstæður komi aldrei aftur upp
7. desember, 2020
TF-EIR í Vestmannaeyjum mynd: Landhelgisgæslan

Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi frá sér sameiginlega bókun á fundi sínum í síðustu vikur þar lýsir bæjarstjórn yfir miklum vonbrigðum með þá óásættanlegu stöðu sem skapaðist í síðustu viku þegar björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar voru ekki til taks frá fimmtudegi til sunnudags vegna viðhalds og verkfalls flugvirkja. Vestmannaeyjar eru eyjasamfélag sem reiða sig, við erfiðar veðurfarslegar aðstæður, á þjónustu björgunarþyrlna og þegar aðstæður skapast að hefðbundnu sjúkraflugi verður ekki viðkomið er nauðsyn slíkrar þjónustu jafnvel lífsspursmál. Að sama skapi er stór hluti vinnuafls í Vestmannaeyjum sjómenn sem vinna við erfiðar aðstæður og er þjónusta björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar þeirri stétt afar mikilvæg. Í desember á síðasta ári var samþykkt tilraunaverkefni heilbrigðisráðherra um sérhæfða sjúkraþyrlu á Suðurlandi og er mikilvægt að það verkefni komist í farveg sem fyrst og fjármagn vegna þess verði tryggt. Sérhæfð bráðaþjónusta hefur verið skert verulega á landsbyggðinni, þ.á.m. í Vestmannaeyjum á síðustu áratugum sem eykur þörf fyrir örugga sjúkraflutninga í öllum veðrum.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að óska eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um stöðu sjúkraþyrluverkefnisins og koma áhyggjum bæjarstjórnar og óánægju vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust í síðustu viku á framfæri. Tryggja þarf að slíkar aðstæður komi aldrei aftur upp

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.