Heilbrigðisþjónusta og samgöngumál hafa verið mér lengi hugleikin enda hluti af grunnstoðum samfélaga og mikilvægir innviðir sem allir íbúar samfélaga nýta sér á einn eða annan hátt.
Sú þjónusta sem veitt er í hverju samfélagi byggir fyrst og fremst á mannauðnum sem þar býr og af heimsóknum mínum á HSU í Vestmannaeyjum veit ég að þar er fjölbreyttur og stór hópur af hæfu og öflugu heilbrigðisstarfsfólki sem vill þjónusta samfélagið sitt vel til framtíðar.
Heilbrigðisstofnanir ekki síst á landsbyggðinni hafa hins vegar glímt við erfiðan mönnunarvanda, bæði gagnvart læknum og hjúkrunarfræðingum sem því miður hefur ekki tekist nægilega vel að leysa en ljóst að verður að vera meðal forgangsverkefna nýrrar ríkisstjórnar. Við verðum með fjölbreyttum leiðum að mæta þeim vanda sem allra fyrst. Við heyrum ákallið og viljum svara því.
Til að mæta þeim vanda vill Sjálfstæðisflokkurinn m.a.
Auk þessa skipta tryggar samgöngur á sjó og lofti miklu máli. Heimamenn hafa staðið sig vel í rekstri Herjólfs og aukið tíðni ferða og bætt þannig þjónustu við samfélagið. Mikilvægt er að tryggt var reglulegt flug milli lands og Eyja yfir vetrartímann en betur má ef duga skal og augljóst að auka þarf ennfrekar þá þjónustu til framtíðar. Síðast en ekki síst er mikilvægt að tryggja fjármagn til áframhaldandi rannsókna á fýsileika jarðgangnagerðar til Vestmannaeyja.
Ég mun leggja mig allan fram við framgang þessara mála sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi.
Vilhjálmur Árnason
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst