Tryggjum öfluga þjónustu
11. febrúar, 2014
�?að fór nú ekki framhjá neinum hvernig valdhroki Sjálfstæðismanna birtist óþægilega á vef Eyjafrétta í síðustu viku þegar umræða um gjaldskrárhækkun leikskólagjalda stóð sem hæst.
Við höfum ólíka sýn á það hvert lykilhlutverk Vestmannaeyjabæjar er og hvernig forgangsröðunin á að vera; það er alltaf að koma betur og betur í ljós. �?ó það sé vissulega nauðsynlegt og ábyrgt að greiða niður skuldir, þá á rekstur Vestmannaeyjabæjar fyrst og síðast að snúast um að þjónusta íbúana eins vel og kostur er. �?etta virðast sjálfstæðismenn ekki skilja.
�?egar sjálfstæðismenn tóku ákvörðun um að lækka útsvar en hækka samt sem áður gjaldskrár, þá er bara eðlilegt að fólk spyrji sig, hvernig hreinlega geti staðið á því. Erum við ekki stöndugt sveitarfélag sem skilar gríðarlegum hagnaði ár hvert?
�?ví er slegið fram sem stórkostlegri frétt eftir leiðréttingu, að hækkun leikskólagjalda sé ekki nema 9,5%. Eins og það séu góðar fréttir. �?egar svona staða kemur upp er öllum sama um það hvort hægt sé að nota skattana til að niðurgreiða þjónustugjöld eða ekki. Við eigum að hafa viljann til að leysa það. �?nnur sveitarfélög virðast allavega ráða við þetta.
�?g hef sagt það áður og segi það enn; �?að er ekki sanngjarnt að velta kostnaðinum yfir á barnafjölskyld-urnar. �?að er ekki sanngjarnt að barnafjölskyldur skuli einar taka á sig hækkanir án aðkomu sveitarfélagsins.
�?að er okkar hlutverk að finna leiðir til þess að gera öllum íbúum sveitarfélagsins hátt undir höfði. �?að á að vera okkar markmið fyrst og fremst.
Sjálfstæðismenn þurfa að átta sig á því að reksturinn getur ekki eingöngu snúist það að skila sem flestum núllum fyrir aftan kommu í ársreikningi án þess að taka tillit til þess hvaða áhrif það hefur á þjónustustigið.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst