TG9, eða Tryggvi Guðmundsson virðist ætla að jafna markamet Inga Björns Albertssonar í sumar en hann skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í kvöld í 1:3 sigri á Víkingum í Víkinni. Eyjamenn voru sterkari í leiknum en Víkingar stóðu þó í Eyjaliðinu í fyrri hálfleik. Þriðja markið skoraði svo Ian Jeffs eftir sendingu Tryggva en Víkingar löguðu stöðuna aðeins í blálokin. Eyjamenn eru sem fyrr í öðru sæti því KR-ingar unnu Fram í kvöld 2:1.