Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, verður frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir að hafa handleggsbrotnað í 3-1 tapi liðsins gegn Leikni R. í Lengjubikarnum í gærkvöldi. Tryggvi meiddist í fyrri hálfleiknum en fékk aðhlynningu og var teipaður. Hann ákvað að halda leik áfram og skoraði mark ÍBV ekki löngu síðar en varð svo að fara af velli í hálfleik vegna verkja.